You are using an outdated browser. For a faster, safer browsing experience, upgrade for free today.
  • Karfan þín er tóm!

Þjónusta

Heimakeyrsla

Tekk-Company býður fría heimkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu alla virka daga ef verslað er fyrir 50.000 eða meira. 
Vörur sem senda á út á land sjáum við um að koma á sendibílastöð á höfuðborgarsvæðinu eftir ósk kaupanda endurgjaldslaust.
Húsgögnin sendum við heim til þín næsta virka dag eftir að verslað er, nema samið sé um annað.  Ekki er hægt að gefa upp nákvæma tímasetningu um það hvenær varan berst í hús en bílstjórar okkar munu hringja 30 mín áður til að melda sig. Það er einn maður á bílnum nema um annað sé sértaklega samið.
Athugið að ekki er frí heimkeyrsla á meðan á útsölu stendur. 

Heimlán

Tekk-Company lánar viðskiptavinum húsgögn heim til prufu gegn tryggingu.  
Tekk-Company kemur vörunni til þín endurgjaldslaust en ef ekki verður að kaupum er sendingargjald til baka á kostnað viðskiptavinar. Hámarksheimlánstími er 2 dagar.

Leiga

Tekk-Company býður uppá leigu á húsgögnum og smávöru í skamman tíma, t.d. til þess að nota í auglýsingar og fleira.
Leiguverð er 20% af verði vörunnar sem leigt er. Viðkomandi þarf að láta tryggingu fyrir verði vörunnar meðan hún er í leigu. Ef vara skemmist á leigutímanum þarf leigutaki að greiða fyrir vöruna að fullu. Leigutaki sér um allan kostnað við að koma vörunni til sín og að skila henni.  Hámarksleigutími er 5 dagar.